40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 09:19


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:19
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:19
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:19
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 10:25
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:19
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:19
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:19

Ágúst Bjarni Garðarsson boðaði forföll. Sigmar Guðmundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:26
Fundargerðir 38. og 39. fundar voru samþykktar.

2) Heimsókn Skrifstofu ÖSE fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi (ODIHR) Kl. 09:19
Nefndin tók á móti Ana Rusu og Martina Barker-Ciganikova frá Skrifstofu ÖSE fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi en með í för var Ögmundur Hrafn Magnússon frá utanríkisráðuneyti.

3) 35. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 10:34
Nefndin fjallaði um málið.

4) 89. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:50
Tillaga um að Hildur Sverrisdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 787. mál - stjórnsýslulög Kl. 10:52
Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:53
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:53