10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. nóvember 2011 kl. 15:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:05
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 15:05
Róbert Marshall (RM), kl. 15:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 15:09
Fundargerðir 5. og 6. fundar samþykktar.


2) Skýrslur Ríkisendurskoðunar.
- Skýrsla um Þjóðleikhúsið.
- Skýrsla um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu.
Kl. 15:09
Nefndin fjallaði stuttlega um skýrslurnar.




3) EES-mál frá utanríkismálanefnd: Nýtt eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum í Evrópu. Kl. 15:20
Á fundinn kom Þröstur Freyr Gylfason nefndaritari EES-mála og kynnti málið fyrir nefndinni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) 43. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 16:07
Nefndin samþykkti að fjalla um málið samhliða öðrum er varða stjórnarskrá þ.e. máli 3. og 6.

Samþykkt að ÁI, 1. varaformaður verði framsögumaður málsins.


5) 101. mál - þingsköp Alþingis Kl. 16:20
Frestað.


6) 28. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 16:20
Frestað.


7) 40. mál - framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna Kl. 16:20
Frestað.


8) 57. mál - lagaskrifstofa Alþingis Kl. 16:20
Frestað.


9) 110. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu Kl. 16:20
Frestað.


10) Önnur mál. Kl. 16:21
Fleira var ekki gert.

AT varamaður LGeir var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 16:21