15. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 09:04


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:04
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:48
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:16
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:10
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:04
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:04
Róbert Marshall (RM), kl. 09:04
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:04

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:04
Farið yfir fundargerðir, samþykktar.


2) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 09:04
Á fundinn komu Geir Guðmundsson, Ingólfur Harri Hermannsson og Daði Ingólfsson frá stjórnarskrárfélaginu og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst komu Björg Thorarensen, Njörður P. Njarðvík og Ellý K. Guðmundsdóttir nefndarmenn úr stjórnlaganefnd og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom Dr. Haukur Arnþórsson og gerði grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Loks kom Hjalti Hugason prófessor og gerði grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.





3) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 11:11
Sjá umfjöllun við mál 2.


4) 43. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 11:12
Sjá umfjöllun við mál 2.


5) 23. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 11:12
Samþykkt að ÁI, 1. varaform. yrði framsögumaður og að fjallað yrði um málið samhliða máli 101.


6) 25. mál - rýmri fánatími Kl. 11:15
Fjalla um samhliða öðrum fánamálum. Samþykkt að ÓN yrði framsögumaður málsins.




7) 27. mál - þingsköp Alþingis Kl. 11:18
Samþykkt að JRG yrði framsögumaður.



8) 76. mál - Þjóðhagsstofa Kl. 11:25
Samþykkt að BÁ yrði framsögumaður.



9) 194. mál - þýðing skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á ensku Kl. 11:27
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður.


10) Önnur mál. Kl. 11:29
Fleira var ekki gert.

ÁI var fjarverandi hluta fundar vegna annars fundar.
AT varamaður LGeir var fjarverandi vegna annars fundar.

Fundi slitið kl. 11:30