27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. janúar 2012 kl. 13:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 13:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 13:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir JRG, kl. 13:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:00
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÓN, kl. 13:00
Róbert Marshall (RM), kl. 13:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 13:05
Frestað að samþykkja.


2) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 13:07 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Sigurður Líndal prófessor emerítus og gerði grein fyrir sjónarmiðum um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 14:30 ræddi nefndin við Skúli Magnússon á símafundi. Hann fór yfir umsögn sína og Ágústar Þórs Árnasonar um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá kom Gunnar Helgi Kristinsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.



3) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 15:57
Sjá lið 2.


4) 43. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 15:57
Sjá lið 2.


5) 403. mál - afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um meðferð málsins og hvaða gesti ætti að kalla til vegna málsins á næsta fund. Samþykkt að hafa fund með gestum opinn fréttamönnum.


Fundi slitið kl. 15:57