42. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:37
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:33
Róbert Marshall (RM), kl. 09:09
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00
Þór Saari (ÞSa) fyrir MT, kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:01
Frestað.


2) Stjórnlagaráð - bréf og niðurstöður. Kl. 09:02
Á fundinn komu Ari Teitsson, Katrín Fjeldsted og Vilhjálmur Þorsteinsson frá stjórnlagaráði og fóru yfir bréf stjórnlagaráðs og gerðu grein fyrir skilabréfi fundar fulltrúa í Stjórnlagaráði 8 - 11. mars 2012. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.



3) Skýrslur um skuldbindandi samninga. Kl. 10:00
Frestað.


4) 366. mál - upplýsingalög Kl. 10:01
Á fundinn kom Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og gerði grein fyrir umsögn um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.



5) Álit v. skýrslu umboðsmanns Alþingis. Kl. 10:30
Frestað.


6) Álit v. skýrslu um framkvæmdir þingsályktana Alþingis Kl. 10:30
Frestað.


7) Önnur mál. Kl. 10:23
ÁI óskaði eftir að gert yrði hlé á dagskrá fundarins til að fjalla um vinnubrögð í nefndinni þ.e. um notkun samskiptavefja þar sem túlkað er það sem gerist á lokuðum fundum nefnda meðan á fundi stendur. Með því sé verið að fara út fyrir þær vinnureglur sem gilda um starfsemi nefndanna, sbr. ákvæði þingskapa og bráðabirgðastarfsreglur nefnda. Umfjöllun um málið og lýstu nokkrir nefndarmenn sig sammála þessum athugasemdum.
VigH óskaði eftir bókun um að engar vinnureglur gildi varðandi það hvort túlka megi það sem kemur fram á fundum nefnda. Bíð eftir að fá áminningu frá forseta/forsætisnefnd vegna málsins.

Formaður ákvað í framhaldi þessa að slíta fundi vegna trúnaðarbrests í nefndinni.

Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 10:30