9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. október 2012 kl. 15:20


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:20
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:25
Jón Kr. Arnarson (JKA) fyrir MT, kl. 15:20
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:20
Róbert Marshall (RM), kl. 15:30
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 15:25
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:20

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:21
Fundargerð nr. 8 samþykkt.


2) Stjórnsýsla Íslandsstofu Kl. 15:23
Frestað.



3) Þorláksbúð. Kl. 15:45
Á fundinn kom Stefán Thors frá Skipulagsstofnun og fór yfir feril skipulagsmála í tengslum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 16:10 - 17:10 komu Gunnar Svavarsson fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi formaður fjárlaganefndar og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar. Þau svöruðu spurningum nefndarmanna um styrki á safnliðum til félagasamtaka og gerðu grein fyrir breytingum á verklagi við úthlutun styrkja sem urðu við að færa frá fjárlaganefnd og Alþingi til m.a. fagsjóða og ráðuneyta sem eiga að hafa eftirlit með þeim.



4) 7. mál - kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna Kl. 15:20
ÁI framsögumaður og 1. varaformaður lagði fram drög að nefndaráliti sem byggir á áliti nefndarinnar frá síðasta þingi. Nefndin samþykkti að afgreiða málið, allir með.


5) 119. mál - mótun reglna um verkferla og hæfnismat við opinberar embættisveitingar Kl. 15:25
Formaður lagði til að ÁI yrði framsögumaður sem var samþykkt.


6) 55. mál - kosningar til Alþingis Kl. 15:26
Formaður lagði til að RM yrði framsögumaður sem var samþykkt.



7) 50. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 15:28
LGeir framsögumaður lagði til að málið yrði afgreitt á næsta fundi á grundvelli afgreiðslu nefndarinnar frá síðasta löggjafarþingi sem var samþykkt.


8) Önnur mál. Kl. 17:26
Formaður lagði til að nefndin flytti frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands sem fela í sér ítarlegri reglur um skriflega framlagningu mála á ríkisstjórnarfundum og tillögu um að samhliða falli niður ákvæði um hljóðupptökur ríkisstjórnarfunda.

Meiri hlutinn samþykkti að flytja málið þ.e. VBj, ÁI, RM, LGeir og SII.

VigH mun leggja fram breytingartillögu við málið.

Fleira var ekki gert.

BÁ og ÓN voru fjarverandi.



Fundi slitið kl. 17:27