42. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. janúar 2013 kl. 08:08


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:08
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:08
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:30
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:08
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:08
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 08:08
Róbert Marshall (RM), kl. 08:40
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 08:08
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:08

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:08
Fundargerð 38. fundar samþykkt.


2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 08:10 - Opið fréttamönnum
Nefndin fjallaði um umsagnir fastanefnda Alþingis sem nefndinni hafa borist.

Kl. 11:15 kom Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, á fundinn og gerði grein fyrir umbeðinni umsögn um málið. Sá hluti fundarins var opinn fréttamönnum.

Formaður lagði til að Tryggvi kæmi til fundar við nefndina síðar í dag til að ljúka yfirferð yfir umsögn og spurningar nefndarmanna.



3) Önnur mál. Kl. 11:59
Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 12:00