67. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, miðvikudaginn 27. mars 2013 kl. 23:10


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 23:10
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir ÁI, kl. 23:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 23:10
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG) fyrir RM, kl. 23:10
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 23:10
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 23:10
Róbert Marshall (RM), kl. 23:12
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 23:10

VigH og SÁA voru fjarverandi. JRG sat fundinn fyrir RM til kl. 23:12 þegar hann mætti.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) 641. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 23:10
Málinu var vísað til nefndar að lokinni 2. umræðu að beiðni MT sem kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið og formaður lagði að því loknu til að það yrði afgreitt frá nefndinni. Var það samþykkt. MT stendur að nefndaráliti minni hlutans.

2) Önnur mál. Kl. 23:17
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 23:17