52. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. júní 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:37
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 10:45.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

2) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:00
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Kjartan Gunnarsson, Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir og Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Rúnar Örn Olsen og Páll Friðriksson frá Fjámálaeftirlitinu. Lagt var fram minnisblað frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Fjármálaeftirliti, dags. 25. maí 2016 um sviðsmyndir og valdheimildir ESB ESAs / EFTA SA. Gestir kynntu mögulegar sviðsmyndir og dæmi þar sem gæti reynt á reglur um valdheimildir og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð ESB nr 391/2009 - eftirlit með skipum Kl. 10:38
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Helgadóttir frá utanríkisráðuneyti, Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneyti og Valgerður B. Eggertsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Sif kynnti álitsgerð ráðuneytanna varðandi stjórnskipuleg álitaefni og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 330. mál - rannsókn á einkavæðingu bankanna, hinni síðari Kl. 10:56
Tillaga formanns um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt. Einnig samþykkt að senda málið út til umsagnar.

5) 58. mál - kosningar til Alþingis Kl. 10:57
Samþykkt að Helgi Hjörvar verði framsögumaður málsins. Einnig samþykkt að senda málið út til umsagnar.

6) 547. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:58
Samþykkt að Birgitta Jónsdóttir verði framsögumaður málsins. Einnig samþykkt að senda málið út til umsagnar.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00