61. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:13
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:06
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:05

Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Elín Valdís Þorsteinsdóttir
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið. Fyrirhugað að afgreiða á næsta fundi, þriðjudaginn 30. ágúst n.k.

3) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 09:08
Formaður lagði til að í umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar yrði lagt til að við frumvarpið bættist ákvæði til bráðabirgða um að ráðherra yrði falið að skoða hvernig eftirliti með rannsóknaraðgerðum lögreglu sem um ræðir í frumvarpinu er háttað erlendis. Nefndin fjallaði um málið.

4) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið, Árna Páli Árnasyni falið að gera tillögu að yfirlýsingu/fyrirvara í samvinnu við ráðuneytin sem verði lögð fyrir sameiginlegu EES-nefndina.

5) Kosningar til Alþingis (viðmiðunardagur umsóknar um kosningarétt o.fl.) Kl. 15:42
Samþ. að senda málið til umsagnar með 30 daga fresti.

6) Önnur mál Kl. 09:11
Samþykkt að leggja til að í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis verði miðað við að viðmiðunardagur umsóknar verði 30 dögum fyrir fyrirhugaðan kosningadag.

Nefndin fjallaði að nýju um 4. mál á dagskrá.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:19