4. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. október 2018 kl. 09:45


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:45
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:45
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:45
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:45
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:45
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:45

Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi og Óli Björn Kárason var fjarverandi vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerð 3. fundar samþykkt með fyrirvara um að athugasemdir berist fyrir lok dags.

2) 27. mál - dagur nýrra kjósenda Kl. 09:46
Samþykkt að senda málið út til umsagnar.
Ákvörðun um framsögumann frestað.

3) Starf verkefnishóps í stjórnarskrármálum Kl. 11:45
Á fundinn komu Unnur Brá Konráðsdóttir verkefnisstjóri forsætisráðherra í stjórnarskrármálum og Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu. Unnur Brá gerði grein fyrir starfi verkefnishóps í stjórnarskrármálum en hluti af því starfi er að upplýsa nefndina um hvernig vinnan gengur fyrir sig. Þá svöruðu hún og Páll spurningum nefndarmanna um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:32
Helga Vala Helgadóttir formaður fór yfir efni næstu funda þ.e. að fá kynningu á nýsamþykktum reglum um þinglega meðferð EES-mála.

Varðandi fyrirspurn nefndarinnar um Plastbarkamálið var upplýst að erindi nefndarinnar verður svarað fyrir lok þessa mánaðar.

Samþykkt að fá umboðsmann Alþingis til að kynna ársskýrslu 2017 á opnum fundi.

Vegna umfjöllunar nefndarinnar um eftirlit með stjórnsýslu dómstóla var samþykkt að kalla eftir upplýsingum um stöðu mála er tengjast efninu frá dómsmálaráðuneyti, forsætisráðuneyti og forsætisnefnd.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:42