16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. nóvember 2023 kl. 09:06


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) fyrir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen (IÓI), kl. 09:06
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:23
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:12
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:06

Bjarni Jónsson boðaði forföll. Ingibjörg Isaksen var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 10:03.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir 14. og 15. fundar voru samþykktar.

2) 315. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 09:09
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pál Björgvin Guðmundsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Helgu Stefánsdóttur og Sigurð Haraldsson frá Hafnarfjarðarbæ, Almar Guðmundsson og Guðbjörgu Brá Gísladóttur frá Garðabæ og Birki Rútsson frá Kópavogsbæ.

Þá komu á fund nefndarinnar Jón Bjarnason og Aldís Hafsteinsdóttir frá Hrunamannahreppi, Geir Sveinsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir frá Hveragerðisbæ, Sigurjón Andrésson frá Sveitarfélaginu Hornafirði, Íris Róbertsdóttir frá Vestmannaeyjabæ og Njáll Ragnarsson og Bjarni Guðmundsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Bjarni Guðmundsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Berglind Harpa Svavarsdóttir og Dagmar Ýr Stefánsdóttir frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Jóna Árný Þórðardóttir frá Fjarðabyggð, Lárus Heiðarsson frá Fljótsdalshreppi, Sara Elísabet Svansdóttir frá Vopnafjarðarhreppi og Björn Ingimarsson frá Múlaþingi.
Lárus Heiðarsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Björn Ingimarsson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

3) 478. mál - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Kl. 11:58
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 479. mál - Náttúrufræðistofnun Kl. 11:59
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Ákvörðun um framsögumann var frestað.

5) Beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd um upplýsingar um efnistökuáform Kl. 12:00
Nefndin samþykkti að birta gögn sem henni bárust frá rannsóknarþjónustu Alþingis á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

6) Önnur mál Kl. 12:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:02