37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. mars 2014 kl. 09:40


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:40
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:40
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:40
Róbert Marshall (RM), kl. 09:40
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir BÁ, kl. 11:13
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir HE, kl. 11:13

Haraldur Einarsson, Katrín Jakobsdóttir, Vilhjálmur Árnason boðuðu forföll. Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40


2) Erindi frá Svifflugfélagi Íslands. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Kristján Sveinbjörnsson, Hólmgeir Guðmundsson og Steingrímur Friðriksson frá Svifflugfélagi Íslands og ræddu málefni svifflugs á Íslandi auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) Félagsfræðilegar greiningar á áætlunarflugi innanlands. Kl. 10:30
Ásta Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Hilmarsson komu á fund nefndarinnar vegna félagsfræðilegar greiningar á áætlunarflugi innanlands en ekki tókst á ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar 3. mars sl. Kynntu þau greininguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 122. mál - landsnet ferðaleiða Kl. 11:10
Formaður lagði til að umræðu um málið yrði frestað og stefnt yrði að afgreiðslu þess á fundi nefndarinnar á mánudaginn. Var það samþykkt. Brynjar Níelsson boðaði forföll á mánudaginn en óskaði eftir því að yrði málið afgreitt fengi hann að skrifa undir nefndarálit í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 96. mál - myglusveppur og tjón af völdum hans Kl. 11:14
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni með nefndaráliti. Var það samþykkt. Undir nefndarálitið skrifa: Katrín Júlíusdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Brynjar Níelsson, Róbert Marshall, Valgerður Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Katrín Jakobsdóttir og Vilhjálmur Árnason skrifa auk þess undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

6) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 11:15
Frestað.

7) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15