54. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 12. maí 2014 kl. 09:45


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:52
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:52
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:52
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB) fyrir RM, kl. 09:52
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:53
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:52

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Birgir Ármannsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.
Vilhjálmur Árnason boðaði fjarveru sína.

Bókað:

1) 512. mál - skipulagslög Kl. 09:45
Afgreiðslu var frestað.

2) 376. mál - losun og móttaka úrgangs frá skipum Kl. 09:45
Lagt var fram nefndarálit sem enginn gerði athugasemd við og allir viðstaddir voru á álitinu.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Umræða átti sér stað um málsmeðferð máls 467 um mat á umhverfisáhrifum.

Fundi slitið kl. 10:19