27. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 09:10


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Elín Hirst (ElH), kl. 09:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10

Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Róbert Marshall hafði boðuð forföll.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Tilskipun ESB nr 2012/35 - lágmarksþjálfun sjómanna Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Marta Jónsdóttir og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Kristín Helga Markúsdóttir og Ólafur Briem frá Samgöngustofu sem kynntu efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Reglugerð ESB nr 181/2011 - jöfnun á réttindum farþega Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Marta Jónsdóttir og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti sem kynntu efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) nr. 901/2014 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 168/2013 er varðar stjórnsýslukröfur fyrir samþykkt og eftirliti ákveðinna ökutækja Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Marta Jónsdóttir og Rúnar Guðjónsson sem kynntu efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð (ESB) nr. 3/2014 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 168/2013 er varðar bifhjól Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar komu Marta Jónsdóttir og Rúnar Guðjónsson sem kynntu efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Reglugerð (ESB) nr. 911/2014 um fjármögnun aðgerða Siglingaöryggisstofnunar Evrópu Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Marta Jónsdóttir og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Kristín Helga Markúsdóttir og Ólafur Briem frá Samgöngustofu sem kynntu efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega á sjó og skipgengum vatnaleiðum Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Marta Jónsdóttir og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Kristín Helga Markúsdóttir og Ólafur Briem frá Samgöngustofu sem kynntu efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Reglugerð (ESB) nr. 517/2014 er varðar flúoraðar gróðurhúsalofttegundir Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Bergþóra Skúladóttir frá umhverfisstofnun sem kynntu efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Tilskipun 2014/99/ESB er varðar staðla fyrir gufugleypibúnað á eldsneytisstöðvum Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Ingvarsson og Bergþóra Skúladóttir frá umhverfisstofnun og kynntu efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um skipulag nefndarstarfsins næstu vikur.

Fundi slitið kl. 10:30