29. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. febrúar 2015 kl. 08:45


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:45
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:45
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:45
Elín Hirst (ElH), kl. 08:45
Róbert Marshall (RM), kl. 08:45
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:50
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:45

Birgir Ármannsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Kynning nýs umhverfis- og auðlindaráðherra Kl. 08:45
Nefndin fékk á sinn fund Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt Ingveldi Sæmundsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra, og Sigríði Auði Arnardóttur, ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

2) Málefni stjórnar Úrvinnslusjóðs Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málefni stjórnar Úrvinnslusjóðs. Á fund nefndarinnar komu Lárus M.K. Ólafsson og Andrés Guðmundsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Bryndís Skúladóttir og Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins, Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda og Kolbeinn Árnason frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

3) Málefni Reykjavíkurflugvallar Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málefni Reykjavíkurflugvallar og fékk á sinn fund Björn Óla Hauksson og Karl Alvarsson frá Isavia og Sigurð Inga Jónsson og Þorkel Ásgeir Jóhannsson úr áhættumatshópi á vegum Isavia.

4) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20