84. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 13:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 13:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 13:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 13:30
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 13:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:30
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 13:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:30

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:38
Fundargerð 83. fundar samþykkt.

2) 270. mál - póstþjónusta Kl. 13:31
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Jóni Gunnarssyni, Ara Trausta Guðmundssyni, Líneik Önnu Sævarsdóttur, Vilhjálmi Árnasyni, Bergþóri Ólasyni og Karli Gauta Hjaltasyni. Hanna Katrín Friðriksson og Helga Vala Helgadóttir greiddu atkvæði gegn því að málið yrði afgreitt út úr nefnd.

Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Friðriksson lögðu fram eftirfarandi bókun sem Björn Leví Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi, studdi:

Minnihluti umhverfis og samgöngunefndar vill bóka mótmæli við því að frumvarp til laga um póstþjónustu sé tekið út úr umhverfis- og samgöngunefnd áður en nefndir Alþingis eiga þess kost að fjalla um úttekt Ríkisendurskoðunar á Íslandspósti ohf. Fyrir liggur að lög um póstþjónustu eiga skv. frumvarpinu ekki að taka gildi fyrr en um næstu áramót og því hægðarleikur fyrir Alþingi að vanda nú verk sitt, og bregðast við því sem þar kemur fram ef þörf reynist í stað þess að fara strax í það á næsta löggjafarþingi að lagfæra það sem þarf með viðbótum eftir að heildarlögin hafa verið samþykkt. Fyrir liggur að afnám einkaréttar í póstþjónustu er á næsta leiti en slík grundvallarbreyting krefst yfirvegunar og vandvirkni löggjafans.

Að nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar standa Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason. Að auki skrifar Rósa Björk Brynjólfsdóttir undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

Hanna Katrín Friðriksson boðaði minni hluta álit.

3) Önnur mál Kl. 13:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:39