20. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 09:07


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:07
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:07
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:07
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:07
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:33
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:07
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:13
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:07

Karl Gauti Hjaltason boðaði forföll.

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 9:50.
Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 11:22.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 9:30.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Frestað.

2) Kynning á væntanlegri skýrslu um Flugvallakosti á suðvesturhorni landsins Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Friðfinnur Skaftason frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps um greiningu flugvallakosta á suðvesturhorni landsins. Kynntu gestir drög að skýrslu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á væntanlegum frumvörpum um breytingar á vegalögum og samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættu Árni Freyr Stefánsson, Sigurbergur Björnsson og Sóley Ragnarsdóttir frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 10:55
Nefndin ræddi við Gunnþórunni Ingólfsdóttur, Fljótsdalshreppi og Elías Pétursson, Langanesbyggð í gegnum fjarfundabúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

Nefndin ræddi málið eftir að gestir véku af fundi.

5) Önnur mál Kl. 11:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:32