47. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 09:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Bergþór Ólason boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 9. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mætti Víðir Smári Petersen dósent við Háskóla Íslands. Kynnti hann álitsgerð sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Gunnar Þorgeirsson, Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, Vigdís Hasler frá Bændasamtökum Íslands og Unnsteinn Snorri Snorrason frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Nína Aradóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Eyrún Þóra Guðmundsdóttir og Þórhallur Jóhannsson frá Landvarðafélagi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 613. mál - loftferðir Kl. 11:16
Á fund nefndarinnar mættu Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu. Reifuðu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, varðandi skyldur flugrekenda vegna COVID-19.

5) 534. mál - póstþjónusta og Byggðastofnun Kl. 09:18
Hanna Katrín Friðriksson lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð var ekki viðstödd þegar nefndin samþykkti að taka á móti gögnum í trúnaði, sbr. 6. dagskrárlið fundargerðar 46. fundar. Hyggst undirrituð ekki kynna sér viðkomandi gögn.

6) 275. mál - skipulagslög Kl. 09:21
Nefndin ræddi málið.

7) 478. mál - breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga Kl. 09:26
Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit, þar af Hanna Katrín Friðriksson með fyrirvara.
Vilhjálmur Árnason og Bergþór Ólason skrifuðu undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

8) 586. mál - loftferðir Kl. 09:28
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 4 vikna fresti.

9) Önnur mál Kl. 11:34
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:34