11. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. október 2022 kl. 09:00


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Ingibjörg Isaksen var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Marta Mirjam Kristinsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 167. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónas Birgi Jónasson og Gauta Daðason frá innviðaráðuneytinu. Kynntu þeir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá fékk nefndin á sinn fund Daníel O. Einarsson og Smára B. Ólafsson frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélaginu Frama.
Því næst mættu Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands og Unnur Helga Óttarsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

3) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30