34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 09:04


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:20
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:04
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:04
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:04
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:04

Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll. Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerðir 32. og 33. fundar voru samþykktar.

2) Samgöngusáttmálinn, staða framkvæmda og Borgarlína Kl. 09:04
Nefndin samþykkti að birta gögn frá Betri samgöngum á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) 531. mál - póstþjónusta Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórhildi Ólöfu Helgadóttur og Friðrik Pétursson frá Íslandspósti ohf.
Þá fékk nefndin á sinn fund Ólaf Stephensen frá Félagi atvinnurekenda, Hrólf Andra Tómasson frá Dropp, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu. Ólafur og Hrólfur Andri tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

4) 589. mál - umferðarlög Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eyþór Mána Steinarsson frá Hopp Mobility.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

5) 735. mál - stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl. Kl. 11:29
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 485. mál - samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir Kl. 11:29
Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

7) 26. mál - gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu Kl. 11:30
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Orri Páll Jóhannsson yrði framsögumaður málsins.

8) 95. mál - gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar Kl. 11:30
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Viðar Eggertsson yrði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:36