35. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. mars 2023 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 10:46
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:03
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:03

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 531. mál - póstþjónusta Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hildigunni Hafsteinsdóttur og Jón Kjartan Ágústsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

3) 589. mál - umferðarlög Kl. 09:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Birgi Birgisson og Ingu Hrund Gunnarsdóttur frá Reiðhjólabændum.
Þá mættu Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Stefán Vilbergsson og Bergur Þorri Benjamínsson frá ÖBÍ réttindasamtökum.

4) 144. mál - skipulagslög Kl. 10:51
Framsögumaður málsins, Ingibjörg Isaksen, gerði grein fyrir vinnu sinni við málið og tillögum að breytingum á frumvarpinu.

Nefndin ræddi málið.

Samþykkt var að senda tillögurnar til umsagnar þeirra aðila sem sendu umsögn til nefndarinnar um málið. Ákveðið var að umsagnarfrestur yrði 1 vika.

5) Önnur mál Kl. 11:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:04