50. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 09:03


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:24
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:11
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:03
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:03
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:03

Vilhjálmur Árnason og Bjarni Jónsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 49. fundar var samþykkt.

2) Reykjavíkurflugvöllur Kl. 09:03
Nefndin fékk kynningu á skýrslunni Nýi Skerjafjörður, áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Á fundinn mættu Eyjólfur Árni Rafnsson, Þorgeir Pálsson og Orri Eiríksson sem sátu í starfshópnum sem vann skýrsluna. Auk þeirra mættu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Friðfinnur Skaftason frá innviðaráðuneytinu.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigrún Björk Jakobsdóttir, Matthías Imsland og Viðar Björnsson frá Isavia.

Því næst mættu Guðrún Björnsdóttir, Magnús Orri Einarsson og Sigurður Hallgrímsson frá Félagsstofnun stúdenta.

Að lokum mætti á fundinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Sigtryggur Magnason og Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmenn ráðherra, Hermann Sæmundsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá innviðaráðuneytinu.

3) 1028. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 11:49
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 144. mál - skipulagslög Kl. 11:50
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 11:50
Nefndin ræddi starfið framundan.

Andrés Ingi Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Andrés Ingi Jónsson gagnrýnir þá forgangsröðun formanns nefndarinnar, Vilhjálms Árnasonar, sem birtist í boðun þriggja klukkustunda fundar um málefni sem hefði vel þolað einhverra daga bið, þegar fyrir lágu eindregnar óskir um að nefndarfólki yrði veitt svigrúm til að sækja Loftslagsdaginn. Þar er um að ræða stærstu árlegu íslensku ráðstefnuna um loftslagsmál, sem er eitt helsta verkefni umhverfis- og samgöngunefndar. Það er óskiljanlegt að formaður virði að vettugi mikilvægi þess að nefndarfólk taki þátt í samtali um loftslagsmál, en er líklega einfaldlega birtingarmynd þess litla áhuga og metnaðar sem flokkur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur fyrir loftslagsmálum.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Viðar Eggertsson tóku undir bókunina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:57