28. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. desember 2023 kl. 09:06


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:06
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:06

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Dagskrárlið frestað.

2) 543. mál - viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir Kl. 09:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt S. Benediktsson og Maríu Guðjónsdóttur sem komu á fund nefndarinnar f.h. Samtaka atvinnulífsins, SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Viðskiptaráðs Íslands.

Þá komu á fund nefndarinnar Þórólfur Nielsen, Gerður Björk Kjærnested og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir frá Landsvirkjun.

Að lokum komu Björg Eva Erlendsdóttir frá Landvernd og Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18