25. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 09:09


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:51
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:06
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:06

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:09
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 225. mál - náttúruvernd Kl. 09:12
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

3) Vaðlaheiðargöng. Kl. 09:32
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni.

4) 59. mál - upplýsingaréttur um umhverfismál Kl. 09:43
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 374. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 09:52
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) 375. mál - varnir gegn mengun hafs og stranda Kl. 10:03
Borin var upp sú tillaga að GLG yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur ákveðin 4 vikur.

7) 372. mál - umhverfisábyrgð Kl. 10:06
Borin var upp sú tillaga að MÁ yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur ákveðin 4 vikur.

8) Önnur mál. Kl. 10:08
Ákveðið var að hafa aukafund í nefndinni föstudaginn 3. febrúar næstkomandi.
Fleira var ekki rætt.
ÞBack vék af fundi kl. 09:35 vegna annarra þingstarfa.
Á.J. boðaði forföll.
MÁ, ÁsmD og ÞSa voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:11