33. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 10:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 10:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:37
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 10:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:00
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 225. mál - náttúruvernd Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar komu Hafdís Hafliðadóttir og Erna Hrönn Geirsdóttir frá Skipulagsstofnun, Elías Blöndal Guðjónsson og Ólafur R. Dýrmundsson frá Bændasamtökunum, Örn Bergsson, Óðinn Sigþórsson og Sigurður Jónsson frá Landssamtökun landeiganda. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 272. mál - Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 273. mál - Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 105. mál - skipulagslög Kl. 11:20
Á fund nefndarinnar komu Stefán Thors frá Skipulagsstofnun og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðing og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 303. mál - landflutningalög Kl. 11:40
Borin var upp sú tillaga að ÞSa yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt samhljóða. Umsagnarfrestur er 4 vikur.

7) Önnur mál. Kl. 11:43
Fleira var ekki rætt.
ÞSa vék af fundi kl. 11:40 vegna annarra þingstarfa.
BÁ var fjarverandi vegna veikinda.
RM og ÁJ voru fjarvernandi.

Fundi slitið kl. 11:51