34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl. 09:11


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:00
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:13
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:11
Mörður Árnason (MÁ), kl. 10:30
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 392. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014 Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar komu Sigurbergur Björnsson og Þorsteinn Rúnar Hermannson frá innanríkisráðuneytinu og Eiríkur Bjarnason og Kristínu H. Sigurbjörnsdóttir frá Vegagerðinni. Fóru þau yfir þingsályktunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 393. mál - samgönguáætlun 2011--2022 Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar komu Sigurbergur Björnsson og Þorsteinn Rúnar Hermannson frá innanríkisráðuneytinu og Eiríkur Bjarnason og Kristínu H. Sigurbjörnsdóttir frá Vegagerðinni. Fóru þau yfir þingsályktunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 342. mál - tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022 Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

4) 343. mál - fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2014 Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

5) 372. mál - umhverfisábyrgð Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir frá umhverfisráðuneytinu og Guðlaug H. Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 375. mál - varnir gegn mengun hafs og stranda Kl. 11:19
Á fund nefndarinnar kom Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 105. mál - skipulagslög Kl. 11:30
Nefndin afgreiddi frumvarpið ásamt breytingatillögum. Að áliti nefndarinnar standa: GLG,ÞBack, MÁ, ÁJ og AtlG. ÓÞ var einnig á áliti nefndarinnar sbr. 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

8) 272. mál - Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 11:34
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi frumvarpið ásamt breytingatillögum. Að áliti nefndarinnar standa: GLG, ÞBack, MÁ, AtlG. ÓÞ og RM voru einnig á áliti nefndarinnar sbr. 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

9) 273. mál - Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála Kl. 11:34
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi frumvarpið ásamt breytingatillögum. Að áliti nefndarinnar standa: GLG, ÞBack, MÁ, AtlG. ÓÞ og RM voru einnig á áliti nefndarinnar sbr. 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

10) 466. mál - vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum Kl. 11:39
Borinn var upp sú tillaga að ÞBack yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt.

11) Önnur mál. Kl. 11:42
Formaður bar upp þá tillögu að hafa 2 aukafundi í nefndinni, þ.e. föstudaginn 2. mars kl. 09:00-14:00 og föstudaginn 9. mars kl. 09:00-16:00. Það var samþykkt.
Fleira var ekki rætt.
ÓÞ var fjarverandi vegna veikinda.
RM var fjarverandi.
BÁ vék af fundi kl. 09:19 vegna annarra þingstarfa.
ÁsmD vék af fundi kl. 10:32 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 11:44