17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. nóvember 2012 kl. 09:51


Mættir:

Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:51
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:51
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 10:26
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:51
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:03
Mörður Árnason (MÁ), kl. 10:25
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:51
Róbert Marshall (RM), kl. 10:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:51

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:56
Dagskrárlið frestað.

2) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 11:11
Nefndin ræddi málið.

3) 287. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:55
Nefndin fékk á sinn fund Sigurbjörgu Sæmundsdóttur og Írisi Bjargmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gestirnir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna. ÁI var skipaður framsögumaður málsins.

4) 290. mál - gatnagerðargjald Kl. 10:27
Nefndin fékk á sinn fund Elínu Vigdísi Hallvarðsdóttur frá Innanríkisráðuneytinu sem kynnti frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna. ÓÞ var skipaður framsögumaður málsins.

5) 291. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:42
Nefndin fékk á sinn fund Elínu Pálsdóttur og Guðna Geir Einarsson frá innanríkisráðuneytinu sem kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna. ÓÞ var skipaður framsögumaður málsins.

6) 174. mál - millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll Kl. 11:05
ÁJ var skipaður framsögumaður í málinu.

7) 193. mál - útiræktun á erfðabreyttum lífverum Kl. 11:05
Dagskrárlið var frestað.

8) 35. mál - skilgreining auðlinda Kl. 11:05
ÁI var skipaður framsögumaður málsins.

9) Önnur mál. Kl. 11:53
Fleira var ekki rætt.

GLG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 11:53