26. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 10:05


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:05
Elín Hirst (ElH), kl. 10:05
Óttarr Proppé (ÓP) fyrir Róbert Marshall (RM), kl. 10:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:05

Höskuldur Þórhallsson og Birgir Ármannsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:10
Fundargerðir síðustu tveggja funda voru samþykktar.

2) 263. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:05
Nefndin hélt símafund með Vilhjálmi Jónssyni frá Seyðisfjarðarkaupstað og Ástu Stefánsdóttur frá Sveitarfélaginu Árborg.

3) 10. mál - þjóðgarður á miðhálendinu Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Ólafur Arnar Jónsson frá Umhverfisstofnun, Jón Gunnar Ottósson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Óli Grétar Blöndal Sveinsson og Jón Ingimarsson frá Landsvirkjun.

4) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10