38. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. maí 2018 kl. 08:33


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:52
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:33
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:42
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:33
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:50
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:33
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:33

Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Jón Gunnarsson boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:33
Dagskrárlið frestað.

2) 479. mál - stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029 Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Huld Sigurðardóttir og Þór Hjaltalín frá Minjastofnun Íslands. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Hilmar J. Malmquist frá Náttúruminjasafni Íslands, gerði grein fyrir sjónarmiðum safnsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Einar Pálsson frá Vegagerðinni. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum stofnunarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 454. mál - Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. Kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að áliti.

4) 185. mál - mannvirki Kl. 09:46
Nefndin ræddi málið.

5) 455. mál - breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna Kl. 09:56
Dagskrárlið frestað.

6) Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/151 um reglur um beitingu tilskipunar (ESB) 2016/1148 að því er varðar frekari forskriftir þeirra þátta sem veitendur stafrænnar þjónustu skulu taka tillit til við stýringu áhættu sem steðjar að net- og upplýsingakerfum og Kl. 09:57
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

7) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:01