58. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. apríl 2019 kl. 11:03


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 11:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 11:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 11:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 11:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 11:03
Páll Valur Björnsson (PVB), kl. 11:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:20

Ari Trausti Guðmundsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Bergþór Ólason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:03
Frestað.

2) 739. mál - póstþjónusta Kl. 11:04
Á fund nefndarinnar mættu Ingimundur Sigurpálsson og Tryggvi Þorsteinsson frá Íslandspósti. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Hrafnkell Gíslason, Björn Geirsson og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda á fund nefndarinnar. Gerði hann gein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Jafnframt sat fundinn Unnur Elfa Hallsteinsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið og samþykkti að stytta umsagnarfrest til 9. apríl.

3) Önnur mál Kl. 13:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:08