34. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, miðvikudaginn 20. maí 2020 kl. 09:01


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:01
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:01
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:01
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:01
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:01
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:01
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:01
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:01
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:01

Formaður vék af fundi kl. 9:48 og tók 1. varaformaður þá við fundarstjórn.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1896. fundur utanríkismálanefndar.

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) Varnartengd uppbygging á Suðurnesjum Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Sturla Sigurjónsson, Arnór Sigurjónsson, Anna Jóhannsdóttir og Þórður Ingvi Guðmundsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir máið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 182. mál - Akureyri sem miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi Kl. 09:45
Nefndin ákvað að fela formanni að rita bréf til utanríkisráðherra um að beina því til þingmannanefndar um endurskoðun á stefnu Íslands í málefnum norðurslóða að fara yfir tillöguna ásamt því að kynna sér þær umsagnir sem hafa borist um málið.

4) Önnur mál Kl. 09:50
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05