14. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 09:00


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI) fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Hildur Edwald
Stígur Stefánsson

1955. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fjölþáttaógnir Kl. 09:00
Gestir fundarins voru Bryndís Kjartansdóttir og Jóna Sólveig Elínardóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllunin var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.

2) 354. mál - staðfesting samninga Íslands um afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna Kl. 10:18
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Njáll Trausti Friðbertsson framsögumaður, Diljá Mist Einarsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Jakob Frímann Magnússon, Logi Einarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Gísli Rafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi Pírata lýsti sig samþykkan álitinu.

3) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/27 frá 27. september 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 að því varðar mörk vegna tilkynningar um verulegar hreinar skorstöður í hlutafé. Kl. 10:19
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytinu gert viðvart þar um.

4) Fundargerð Kl. 10:20
Fundargerðir 12. og 13. fundar voru samþykktar.

5) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20