22. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 21. febrúar 2024 kl. 09:24


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 09:24
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:24
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:24
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:24

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Birgir Þórarinsson, Jakob Frímann Magnússon, Logi Einarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Eggert Ólafsson

2034. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Netárásir Kl. 09:24
Gestir fundarins voru Guðmundur Arnar Sigmundsson og Magni R. Sigurðsson frá CERT-IS. Gestirnir fjölluðu um starfsemi CERT-IS og netárásir auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

2) Öryggis- og varnarmál Kl. 09:58
Gestir fundarins voru Snorri Matthíasson og Tómas Orri Ragnarsson frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskapa.

3) Norðurskautsráðið Kl. 10:30
Gestir fundarins voru Friðrik Jónsson og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um starfsemi Norðurskautsráðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:55
Rætt var um störfin framundan.

5) Fundargerð Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

6) 86. mál - rannsóknasetur öryggis- og varnarmála Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

7) 105. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55