7. fundur
utanríkismálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 29. ágúst 2013 kl. 17:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 17:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 17:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ) fyrir ÖS, kl. 17:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 17:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 17:00
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 17:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 17:00
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 17:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 17:00

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1560. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Álitsgerð um bindandi áhrif þingsályktana. Kl. 17:00
Á fund nefndarinnar kom Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ásamt Kristjáni Andra Stefánssyni og Högna S. Kristjánssyni frá utanríkisráðuneyti. Gerði utanríkisráðherra grein fyrir álitsgerð um lagalega þýðingu þingsályktana ásamt bréfi til nefndarinnar dags. 21. ágúst 2013 og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Staða mála í Sýrlandi. Kl. 17:52
Á fund nefndarinnar komu Hermann Ingólfsson, Davíð Logi Sigurðsson og Jónas G. Allansson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þeir grein fyrir stöðu mála í Sýralandi og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 18:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:12