8. fundur
utanríkismálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 09:15


Mættir:

Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 10:15
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:15
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 10:15
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 10:15
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:15
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:15

Birgir Ármannsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi.

Ásmundur Einar Daðason, 1. varaformaður, stjórnaði fundi nefndarinnar í fjarveru formanns.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1561. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. október 2013 Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti, Glóey Finnsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Sindri Kristjánsson frá velferðarráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málum á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. október 2013 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 09:55
a) Stjórnarskráin og EES.
b) Staða makrílmálsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:14