7. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:33
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:37
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:33
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:56
Róbert Marshall (RM) fyrir ÓP, kl. 08:34
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:34
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir ÁÞS, kl. 08:34

Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1568. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 73. mál - fríverslunarsamningur Íslands og Kína Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu fyrst Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands, Þórður H. Hilmarsson frá Íslandsstofu, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Andrés Magnússon frá Samtökum verslunar og þjónustu.Þá komu Jóna Aðalheiður Pálmadóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Hafþór Sævarsson. Loks komu Arnþór Helgason, Kristján Jónsson, Guðrún Margrét Þrastardóttir og Ólafur Egilsson frá Kínversk-íslenska menningarfélaginu.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerð. Kl. 10:21
Dagskrárliðnum var frestað.

3) Önnur mál. Kl. 10:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22