11. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2013 kl. 15:05


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 15:05
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 15:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 15:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 15:05
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir GÞÞ, kl. 15:05

Össur Skarphéðinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1572. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) Staða makrílmálsins Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson aðalsamningamaður og Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Gerðu gestirnir grein fyrir stöðu makrílmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 78. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:56
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Vilhjálmur Bjarnason framsögumaður, Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson, Óttarr Proppé, Steinunn Þóra Árnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir.

4) Önnur mál Kl. 15:59
a) Störf nefndarinnar framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:07