13. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 09:02


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:02
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:02
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:36
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:02
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir ÁsmD, kl. 09:02
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 09:02
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:02

Össur Skarphéðinsson vék af fundi kl. 09:35. Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:21 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1574. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) Beiðni Alþjóðabankans o.fl. um að stofna Ice Circle á Íslandi. Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Páll Ásgeir Davíðsson frá Vox Naturae, Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands, Helgi Björnsson vísindamaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði - Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, og Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar. Gerðu gestirnir grein fyrir beiðni Alþjóðabankans o.fl. um að stofna Ice Circle á Íslandi.

Til grundvallar umfjöllunar nefndarinnar voru eftirtalin gögn:
a) Minnisblað samstarfsaðila um Ice Circle, dags. 29. nóvember 2013.
b) Skýrsla frá fundi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, dags. 31. maí 2013, þar sem Ice Circle var kynnt.

3) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013. Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðneyti, Gunnar Örn Indriðason og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti, Halldór Runólfsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Kjartan Ingvarsson og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir málum á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákvað nefndin að taka á næsta fundi sínum til frekari umfjöllunar fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 227/2013.

4) Reglugerð (EB) nr. 1073/2009 um flutninga með hópbifreiðum milli landa (12 daga reglan). Kl. 10:53
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:53
a) Fyrirhugaður fundur með nýjum sendiherra Evrópusambandsins auk fulltrúa stækkunarskrifstofu ESB.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:57