14. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2013 kl. 13:06


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 13:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 13:06
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 13:06
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 13:06
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 13:06

Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1575. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 13:06
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013. Kl. 13:06
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðneyti og Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir fyrirhugaðri ákvörðun nr. 227/2013 á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013.

Nefndin ákvað að beina þeirri ósk til utanríkisráðuneytisins að ráðuneytið beitti sér fyrir því að tilvonandi ákvörðun nr. 227/2013 um upptöku: a) framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 665/2013 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna; b) reglugerðar framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 617/2013 frá 26. júní 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun tölva og netþjóna; og c) reglugerðar framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 666/2013 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun ryksugna, í EES-samninginn, yrði tekin af dagskrá fyrirhugaðs fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar þann 13. desember 2013 á meðan utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði nánar um málið.

3) Reglugerð (EB) nr. 1073/2009 um flutninga með hópbifreiðum milli landa (12 daga reglan). Kl. 13:33
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, og Sigurbergur Björnsson og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir fyrirhugaðri upptöku á reglugerð (EB) nr. 1073/2009 um flutninga með hópbifreiðum milli landa (12 daga reglan) í EES-samninginn og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 73. mál - fríverslunarsamningur Íslands og Kína Kl. 13:53
Á fund nefndarinnar kom Hörður Helgi Helgason formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Varðveisla fjarskiptaupplýsinga 2006/24/EB Kl. 14:30
Á fund nefndarinnar komu Þórður Sveinsson og Hörður Helgi Helgason frá Persónuvernd. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum til fyrirhugaðrar upptöku tilskipunar 2006/24/EB um varðveislu fjarskiptaupplýsinga / gagnageymd í EES-samninginn og svörðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 15:06
a) Störf nefndarinnar á næstunni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:11