20. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. janúar 2014 kl. 10:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 10:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:00
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÁÞS, kl. 10:00
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:00
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:24

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1581. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:00
Fundargerðir utanríkismálanefndar frá 19. desember 2013 og 16. janúar 2014 voru samþykktar og verða birtar á vef Alþingis.

2) Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri Kl. 10:00
Formaður lét dreifa drögum að bréfi til utanríkisráðuneytisins, með áliti/afstöðu nefndarinnar sbr. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála, um innleiðingu tilskipunar 2011/24/ESB er varðar rétt sjúklinga til að leita sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.

Tilskipunin hafði fengið efnislega umfjöllun í velferðarnefnd og setti nefndin fram sjónarmið sín í áliti, dags. 25. nóvember 2013, sem fylgdi drögum að bréfi utanríkismálanefndar til utanríkisráðuneytisins. Í kjölfar álits velferðarnefndar hafði utanríkismálanefnd tekið kostnaðarþátt málsins til nánari athugunar.

Framangreind drög voru samþykkt.

3) 44. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland á sviði heilbrigðisþjónustu Kl. 10:12
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Guðlaugur Þór Þórðarson framsögumaður, Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson, Óttarr Proppé og Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Bjarkey Gunnarsdóttir.

4) 41. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland á sviði menntunar heilbrigðisstarfsmanna Kl. 10:24
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Ásmundur Einar Daðason framsögumaður, Frosti Sigurjónsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Óttarr Proppé og Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Bjarkey Gunnarsdóttir.

5) Önnur mál Kl. 10:29
a) Störf nefndarinnar framundan.
b) Staða makrílmálsins.
c) Fundur um viðskiptatækifæri á norðurslóðum, dags. 21. janúar 2014.

Fundi slitið kl. 10:35