23. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:05
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:34
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:05

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1584. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 21., 23. og 28. janúar 2014 voru lagðar fram til samþykktar og verða birtar á vef Alþingis.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014. Kl. 09:09
Á fund utanríkismálanefndar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Gunnar Örn Indriðason frá innanríkisráðuneyti, Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gerðu gestirnir grein fyrir málum á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staða makrílmálsins Kl. 10:27
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir stöðu makrílmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 88. mál - stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara Kl. 11:20
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Árni Þór Sigurðsson framsögumaður, Frosti Sigurjónsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.

5) Önnur mál Kl. 11:36
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00