57. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. júní 2014 kl. 10:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 11:01
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:03
Haraldur Einarsson (HE) fyrir FSigurj, kl. 10:04
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) fyrir SilG, kl. 10:04
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:03

Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason og Óttarr Proppé voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1618. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 27. júní 2014. Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson og Páll Heiðar Halldórsson frá innanríkisráðuneyti og Ólafur Þórðarson frá Hagstofu Íslands. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að beina því til utanríkisráðherra að beita sér fyrir því að fresta fyrirhugaðri ákvörðun nr. 127/2014 á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar.

2) Önnur mál Kl. 11:15
Fjallað var um:
a. Tilskipun 2009/14/EC um innstæðutryggingar.
b. Alþjóðastarf utanríkismálanefndar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30