61. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. ágúst 2014 kl. 10:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir SilG, kl. 10:00
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir ÖS, kl. 10:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir ÁÞS, kl. 10:00
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

1621. fundur utanríkismálanefndar
Fundurinn var sameiginlegur með efnahags- og viðskiptanefnd

Bókað:

1) Tilskipun 2009/14/EB er varðar innlánatryggingakerfi. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu þeir Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og þeir Tómas Brynjólfsson og Kjartan Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir fóru yfir stöðu málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Eftirlitskerfi ESB með fjármálamörkuðum Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu þeir Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Tómas Brynjólfsson og Kjartan Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:50
Ekki voru önnur mál rædd á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:00