4. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. október 2014 kl. 12:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 12:32
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 12:32
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 12:32
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 12:32
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 12:32
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 12:32
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 12:32
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 12:37

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1628. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 12:32
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 23. september sl. var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) Eftirlitskerfi ESB með fjármálamörkuðum Kl. 12:33
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllun nefndarinnar var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.

3) Tilskipun 2014/58/ESB um skráningarkerfi til að rekja skotelda frá framleiðanda til notanda Kl. 13:31
Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Tilskipun 2014/28/ESB um samhæfingu ákvæða um markaðssetningu og eftirlit með sprengiefnum til almennra nota Kl. 13:33
Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2014 (aflétting stjórnskipulegs fyrirvara) Kl. 13:34
Bréf frá utanríkisráðuneyti varðandi stjórnskipulegan fyrirvara við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2014 var kynnt nefndinni.

6) Önnur mál Kl. 13:37
a) Ný EES-mál
b) Væntanleg heimsókn utanríkismálanefndar til Berlínar
c) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi vegna Úkraínu; Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Stefnt verður að fundi með utanríkisráðherra á næstu dögum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:55