25. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:04
Elín Hirst (ElH), kl. 09:04
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:13
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:04
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:13
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:04
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:37

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1649. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Varnartengd verkefni Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Stefán Haukur Jóhannesson og Hermann Ingólfsson frá utanríkisráðuneyti og Ragnhildur Hjaltadóttir og Þórunn Hafstein frá innanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lagður var fram á fundinum samningur frá 30. júlí 2014 milli utanríkisráðherra og innanríkisráðherra um að Ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæsla Íslands annist tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008.

Hluti af umfjöllun nefndarinnar var bundinn trúnaði skv. 24. gr. þingskapa Alþingis.

2) 515. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:21
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson form., frsm., Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Katrín Jakobsdóttir (með fyrirvara), Óttarr Proppé, Silja Dögg Guðmundsdóttir og Össur Skarphéðinsson (með fyrirvara).

3) 516. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:26
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson form., frsm., Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Silja Dögg Guðmundsdóttir og Össur Skarphéðinsson.

4) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 10:27
Fyrir fundinum lágu álit velferðarnefndar og efnahags- og viðskiptanefndar eftir umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

5) 479. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum Kl. 10:27
Á fund nefndarinnar komu Helga Barðadóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og aðulindaráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:10
Fjallað var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00