26. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:07
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 10:13
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:07
Elín Hirst (ElH), kl. 09:07
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:11
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:07
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:07
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:10

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1650. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Eftirlitskerfi ESB með fjármálamörkuðum Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Tómas Brynjólfsson og Eva H. Baldursdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Eftirtalin gögn voru lögð fram á fundinum af hálfu ráðuneytanna:
- Minnisblað utanríkisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis um undirbúning upptöku gerða um eftirlit á fjármálamarkaði, dags. 12. mars 2015
- Listi yfir ESB-gerðir á þessu sviði sem til stendur að taka upp í EES-samninginn í fyrsta pakka
- Tímaáætlun vegna upptöku og innleiðingar reglna um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði
- Heildarlisti yfir ESB-gerðir sem bíða upptöku í EES-samninginn og innleiðingar vegna málsins.

Gestirnir gerðu grein fyrir efni gagnanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 10:06
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fóru yfir minnisblað ráðuneytanna um útfærslu og áhrif aðlögunartexta vegna upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn, dags. 23. febrúar sl., og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Fundargerð Kl. 10:48
Fundargerðir 24. og 25. fundar voru samþykktar.

4) Önnur mál Kl. 10:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50