27. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. mars 2015 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:34
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 10:22
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:36
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:34
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:34
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:34
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:34
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:42

Elín Hirst var fjarverandi, Vilhjálmur Bjarnason var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Birgitta Jónsdóttir og Össur Skarphéðinsson véku af fundi kl. 10.

Hlé var gert á fundinum kl. 10-10:15.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1651. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:34
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) Bréf utanríkisráðherra til ESB. Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráhðherra, Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis og Kristján Andri Stefansson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt öðrum gestum.

3) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 20. mars 2015 Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:27
Starfið framundan var rætt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30