58. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. ágúst 2015 kl. 13:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 13:09
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 13:09
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 13:09
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:10
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Óttar Proppé (ÓP), kl. 13:09
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:10
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 13:10

Elín Hirst og Frosti Sigurjónsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1682. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Staða dómsmála gegn TIF. Kl. 13:10
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti, Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Jóhannes Karl Sveinsson hrl.

Lagt var fram minnisblað frá utanríkisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti um stöðu dómsmála TIF, dags. 24. ágúst 2015.

Kveðið var á um trúnað á umfjöllun nefndarinnar skv. 24. gr. þingskapa Alþingis.

2) Viðskipti Íslands og Rússlands. Kl. 14:00
Á fundinn komu Ingibjörg Davíðsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir frá forsætisráðuneyti, Högni S. Kristjánsson og Kristján Andri Stefánsson frá UTN, Sigurgeir Þorgeirsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lagt var fram minnisblað frá forsætisráðuneyti, „Samráðsvettvangur stjórnvalda og hagsmunaaðila vegna viðskiptaaðgerða Rússlands", dags. 24. ágúst 2015.

Kveðið var á um trúnað á hluta af umfjöllun nefndarinnar skv. 24. gr. þingskapa Alþingis.

3) Fundargerð Kl. 14:56
Fundargerð 57. fundar var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 14:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:57