14. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 10:01
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 10:01
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 10:01
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 10:01
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:01
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 10:01
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:01
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:01

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1876. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:02
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) Þróunarsamvinna Íslands Kl. 10:08
Á fund nefndarinnar komu Jón Erlingur Jónasson, Gísli Þ. Magnússon, Sara Ögmundsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 11. mál - varnarmálalög Kl. 10:47
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður þess.

4) 46. mál - valfrjáls bókun við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Kl. 10:48
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Smári McCarthy var valinn framsögumaður þess.

5) 73. mál - undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Kl. 10:49
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Smári McCarthy var valinn framsögumaður þess.

6) 80. mál - utanríkisþjónusta Íslands Kl. 10:50
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Smári McCarthy var valinn framsögumaður þess.

7) 182. mál - Akureyri sem miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi Kl. 10:51
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Logi Einarsson var valinn framsögumaður þess.

8) 70. mál - undirritun og fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum Kl. 10:52
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir var valin framsögumaður þess.

9) Önnur mál Kl. 10:53
Rætt var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00